Sólarsellur á fjölbýlishús við Gæfutjörn 22
Rannsóknarverkefni – Uppsetning sólarorkuvers á íbúðahúsnæði.

Verkefnið er styrkt af ASKI mannvirkjasjóða og koma að því margið lykilaðilar í orkuskiptum hér á landi

Verkefniseigandi.
Bjarg íbúðafélag er sjálfseignarstofnun rekin án hagnaðarmarkmiða


Birtuorka sér um hönnun og uppsetningu sólarorkuversins. Birtuorka er samstarfsfélag þýska fyrirtækisins IBC SOLAR sem er leiðandi í heildarlausnum og þjónustu á sviði sólar- og rafhlöðubúnaðar.


Askur – mannvirkjarannsóknasjóður veitir styrki til mannvirkjarannsókna með áherslu á aukna þekkingu, umbætur og nýsköpun til að mæta samfélagslegum áskorunum á sviði mannvirkjagerðar..

Orkuveitan er móðurfélag Veitna, Orku náttúrunnar, Ljósleiðarans og Carbfix. Orkuveitan styðurnýsköpun í orku, veitustarfsemi og kolefnisbindingu.


Reykjavíkurborg fer með skipulagsmál og hluti verkefnis er að kanna hvernig sólarsellur falla að skipulagsmálum.
.

Háskólinn í Reykjavík er rannsóknar- og menntastofnun sem útskrifar nemendur úr sjö akademískum deildum, auk Háskólagrunns.
.
Ráðgjafar
Brimborg – Egill Jóhannsson
Veðurvaktin – Einar Sveinbjörnsson
Conis – Júlíus Bernburg
Um verkefnið
Ransóknarverkefnið felst í því að skoða nýtingu sólarorku með sólasellum á þaki fjölbýlishúss við Gæfutjörn 22 í Reykjavík. Verkefnið mun auka þekkingu í íslenskri mannvirkjagerð og leiða til umbóta og nýsköpunar við orkuskiptin.
Jafnframt fellur það vel að markmiðum um að húsnæði verði vistvænt og til þess fallið að draga úr kolefnislosun.
Markmið þessa verkefnis er að auka þekkingu á möguleikum til raforkuframleiðslu með sólarorku á íbúðarhúsnæði á Íslandi sem og að afla mikilvægra upplýsinga varðandi nýja tegund af orkuöflun hérlendis sem styðja við orkuskiptin. Samkvæmt World Economic Forum hefur verð á sólarorku lækkað um rúmlega 80% frá 2010 og mikilvægt er að rannsaka notkunarmöguleika hennar hér á landi.
Um er að ræða hagnýta rannsókn þar sem nýting sólarorku verður rannsökuð í samstarfi við Háskólann í Reykjavík, Veitur og Reykjavíkurborg. Þá verða skoðaðar lausnir til að sveifla orkunni sem og áskoranir tengdar byggingar- og skipulagsmálum við uppsetningu sólarsella á húsnæði.
Sólarorka
Starfshópur umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra sem 2024 kannaði helstu leiðir til bættrar orkunýtingar og orkuöflunar gerir ráð fyrir að sólarorka verði orðinn samkeppnishæfur valkostur til raforkuframleiðslu á Íslandi innan 3-5 ára, samhliða verðhækkunum á raforku og lækkandi verði á sólarsellum, sem og tækniframförum varðandi nýtni sólarsella. Um er að ræða sannreynda tækni, sem nýtt hefur verið í öðrum löndum með góðum árangri. Starfshópurinn telur að með nýtingu sólarorku megi auka nokkuð orkuframleiðslu hérlendis og telur mikilvægt að móta stefnu og umgjörð fyrir slíka nýtingu, endurskoða löggjöf og huga að hvötum til aukinnar nýtingar. Stefna ætti að því með markvissum aðgerðum að árið 2040 verði árleg orkuframleiðsla með sólarorku komin upp í 400 GWst, sem er um 2% af orkunotkun ársins 2022. Af þessum 400 GWst er áætlað að um helmingurinn verði framleiddur af heimilum, fyrirtækjum og stofnunum – og hinn helmingurinn komi frá stærri sólarorkuverum, líkt og reyndin hefur verið víða erlendis.


Gæfutjörn 22
Bjarg er með fjögur fjölbýlishús við Silfratjörn og unnið er að uppsetningu sólarsellu á einu þeirra, húsi með 20 íbúðir. Samkvæmt síður orkuseturs er áætluð notkun meðal íbúðar um 3.300 kWh á ári (9 kWh á dag) samkvæmt því er áætluð raforkunotkun 20 íbúða húss um 180kwh á dag, 5.400 kwh á mánuði, 64.800 kwh á ári.